Mál nr. E-92/2007

Efni dóms: 

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning til eins árs, frá 15. nóvember 2004 til 15. nóvember 2005. Fjárhæð leigunnar var 68.000 kr. auk 6.400 kr. vegna hússjóðs. Í júní 2006 sendi leigusali kröfu á leigjanda vegna greiðsla fyrir október og nóvember árið 2005 sem ekki höfðu skilað sér. Að sögn leigusala yfirgaf leigjandi ekki húsnæðið fyrr en í lok nóvember 2005 og vildi leigusali því fá síðustu tvo mánuði leigutímans greidda. Leigjandi hélt því hins vegar fram að hann hefði flutt út 25. september 2005 í fullu samráði við leigusala og skuldaði þ.a.l. engar leigugreiðslur vegna október og nóvember. Þar sem samningur aðila var tímabundinn til 15. nóvember 2005 og þar sem leigjandi gat ekki sýnt fram á að sérstakar forsendur, atvik eða ástæður 2. mgr. 58. gr. húsaleigulaga ættu við var leigjandi talinn eiga að greiða leigugreiðslur út samningstíma, þ.e. fyrir allan október og hálfan nóvember auk dráttarvaxta.

D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 11. júní 2007 í máli nr. E-92/2007

Númer dóms: 

E-92

Ártal dóms: 

2007