Markaðskönnun á barnabílstólum

mánudagur, 23. maí 2011 - 11:30

 

Seinni hluta aprílmánaðar gerðu Neytendasamtökin markaðskönnun á barnabílstólum og náði könnunin til 9 verslana. Tryggingafélög bjóða einnig upp á annað hvort leigu á barnabílstólum eða afslátt í einhverri þeirra verslana þar sem könnunin var gerð og var þetta kannað sérstaklega. Helstu niðurstöður voru eftirfarandi:

1. Í þessum níu verslunum voru til 63 mismunadi gerðir af barnabílstólum á mjög mismunandi verði.
2. Barnabílstólum er skipt upp í nokkra flokka miðað við þyngd barns. Flestir stólar voru í boði í þyngdarflokknum 15-36 kg og kostaði sá ódýrasti 9.990 kr. en sá dýrasti 58.900 kr. Næst flestir stólar voru til fyrir ungabörnin (þyngdarflokkur 0-13 kg) eða 13 mismunandi stólar og kostaði sá ódýrasti 14.990 kr. en sá dýrasti 62.890 kr.
3. Í nokkrum tilvikum er sami barnabílstóllinn seldur hjá fleirum en einum seljanda og getur verðmunur verið nokkur.

Könnunin er á læstri síðu enda aðeins ætluð félagsmönnum, undir Gæðakannanir / Kannanir 2011.

Til að skoða könnunina þarf að slá inn lykilorð sem sjá má á bls. 2 í Neytendablaðinu.