Markaðskönnun á púlsmælum

Miðvikudagur, 25. maí 2011 - 11:30

 

Fyrri hluta maímánaðar gerðu Neytendasamtökin markaðskönnun á púlsmælum og náði könnunin til 11 verslana. Helstu niðurstöður voru eftirfarandi:

1. Í þessum 11 verslunum voru til 28 mismunadi gerðir af púlsmælum á mjög mismunandi verði.
2. Í all mörgum tilvikum er sami púlsmælirinn seldur hjá fleirum en einum seljanda og getur verðmunur verið verulegur.

Könnunin er á læstri síðu enda aðeins ætluð félagsmönnum, undir Gæðakannanir / Kannanir 2011. Gæðakönnun á púlsmælum verður svo birt í næsta Neytendablaði, sem kemur út um mánaðarmótin.

Til að skoða könnunina þarf að slá inn lykilorð sem sjá má á bls. 2 í Neytendablaðinu.