Matarsóun

Sóun matvæla er gríðarlegt vandamál, en um þriðjungur þess matar sem er ætlaður til manneldis í heiminum (1,3 milljarðar tonna á ári) fer til spillis! Bara í Evrópu fara um 100 milljónir tonna til spillis á ári, og er þá ekki talið það sem fer í súginn við landbúnaðarframleiðslu og fiskvinnslu.  Á vesturlöndum á mikill hluti þessarar sóunar sér stað hjá verslunum og neytendum sjálfum.

Það er ljóst að vesturlandabúar kaupa mun meiri mat en þeir þurfa í raun á að halda og oftar en ekki er fullgóðum mat hent í ruslið. Til að auka sjálfbærni í matvælaframleiðslu, vernda umhverfið, draga úr gróðurhúsalofttegundum  og spara pening er því mikilvægt að bregðast við.

Neytendasamtökin hafa lengi látið sér málefnið varða og tekið þátt í verkefnum tengdum átaki gegn matarsóun. Hér á síðunni má finna ýmislegt tengt matarsóun eins og hlekki á greinar í Neytendablaðinu, fréttir, umsagnir og skýrslur og aðrar vefsíður.

Neytendablaðið, sept.2008: Sóun á mat (PDF)

Neytendablaðið, sept.2010: Viðtal við Tristram Stuart

Neytendablaðið, sept.2010: Umfjöllun um Waste

Neytendablaðið, mars 2014: Hitastig í ísskápum

Neytendablaðið, sept.2014: Best fyrir merkingar (PDF)

Mynd: 9 ráð til að draga úr sóun matvæla

Mynd: Er dagsetningin í lagi?

Frétt af ns.is jan.2014: Sóun og geymsluþol matvæla

Pistill Brynhildur Pétursdóttir, mars 2014: Stór hluti matvæla endar í ruslinu

Þingsályktunartillaga um aðgerðir til að draga úr matarsóun: Umsögn Neytendasamtakanna

Framkvæmdarstjórn EB: Stop food waste

Norrænt samstarf: Saman gegn matarsóun


Nýtnivikan verður haldin í Reykjavík vikuna 22. - 30. nóvember 2014. Markmið vikunnar er að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur.