Neitað um viðskipti!

Þriðjudagur, 28. október 2008

 

Mega verslanir og þjónustufyrirtæki vísa fólki út og neita því um viðskipti?

Almennt er það þannig að aðili í einkarekstri ræður hvort, hvenær og við hvern hann gerir samning.

Hins vegar er í lögum mjög skýrt bann gegn því að mismuna fólki á grundvelli þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, kynferðis eða trúarbragða.

Sé það satt að Íslendingum sé vísað úr verslunum vegna þess eins að þeir eru Íslendingar er það því óheimilt. Öðru máli mundi hins vegar gegna ef um er að ræða dauðadrukkna Íslendinga, eða Íslendinga sem ónáða aðra með hávaða og látum - enda væri þeim þá meinað um þjónustu á grundvelli hegðunar en ekki þjóðernis.