Neytendablaðið er komið út

mánudagur, 3. apríl 2017 - 14:45

Neytendablaðið er komið út og er nú á leiðinni í pósti til félagsmanna Neytendasamtakanna. Blaðið er fjölbreytt að vanda en meðal efnis er viðtal við Jóhannes Gunnarsson sem hefur marga fjöruna sopið þegar neytendamálin eru annars vegar. Hann rifjar upp baráttuna sem oftar en ekki naut lítils skilnings hjá ráðamönnum.

Þá er viðtal við ráðherra neytendamála, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og þingflokkarnir svara því hver séu brýnustu neytendamálin nú um stundir. Einnig er fjallað um matarsóun, vistvæna vottun, leigumarkað, neytendaappið og Evrópsku neytendaaðstoðina (ECC) svo eitthvað sé nefnt.

Félagsmenn sem ekki berst blaðið á næstu dögum mega gjarnan láta okkur vita með tölvupósti á ns@ns.is eða í síma 545 1200.