Neytendablaðið komið út

mánudagur, 19. júní 2017 - 17:00

Nýtt Neytendablað er komið út stútfullt af áhugaverðu efni. Í blaðinu má meðal annars finna gæðakönnun á espressó-vélum og umfjöllum um ósanngjarna flugskilmála þar sem neytendum er meinað að fljúga seinni fluglegg hafi þeir ekki mætt í þann fyrri. Mál vegna leigufélaga eru farin að koma æ oftar inn á borð Neytendasamtakanna og er húsnæðismálaráðherra spurður út í stöðuna. Við fjöllum um plastumbúðir og íslenskt grænmeti, einnota kaffimál, nýtt dýravelferðarmerki í Danmörku, reglur um tilboð og afslætti og spyrjum vel valda neytendur spjörunum úr. Félagsmenn sem ekki berst blaðið á næstu dögum mega gjarnan láta okkur vita með tölvupósti á ns@ns.is eða í síma 545 1200.