Á neytendavaktinni

mánudagur, 8. maí 2017 - 12:00

Í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins er áhugavert viðtal við Jóhannes Gunnarsson sem lét af störfum sem formaður Neytendasamtakanna síðastliðið haust. Hann hafði þá starfað að neytendamálum um áratugaskeið, lengst af sem formaður Neytendasamtakanna. Í viðtalinu rifjar Jóhannes upp fjölmörg baráttumál  en ítrekað hafa Neytendasamtökin tekið slaginn fyrir hönd neytenda og hafa oft haft betur í baráttunni, en stundum þurft að lúta í lægra haldi. Fáir þekkja þessa sögu betur en Jóhannes. Hér má lesa viðtalið í heild.

 

johannes_og_sveinn.png
Sveinn Ásgeirsson var aðalhvatamaðurinn að stofnum Neytendasamtakanna og formaður þeirra frá 1953-1968. Hér má sjá Jóhannes Gunnarsson sæma Svein heiðursfélaganafnbót á þingi samtakanna 1968.