Ný gæðakönnun á heyrnartólum

Þriðjudagur, 24. október 2017 - 13:30

Á læstum síðum félagsmanna er nú hægt að nálgast bæði gæða- og markaðskönnun á heyrnartólum. Kannanirnar voru framkvæmdar daganna 9-14. október sl. og var unnin út frá upplýsingum sem gefnar voru upp á heimasíðum seljenda.

Til þess að skoða kannanirnar þarf að skrá sig inn á ns.is undir flipanum „félagsmenn“ hér að ofan en þá opnast læstar síður félagsmanna og þar má sjá kannanirnar undir „Gæða- og markaðskannanir“ og efst á „Nýjustu kannanirnar á vefnum“. Ef þú ert nú þegar innskráður getur þú nálgast gæðakönnunina hér og markaðskönnunina hér.

Fjallað er um kannanirnar í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins sem kemur út í nóvember.