Nýr formaður Neytendasamtakanna

mánudagur, 24. október 2016 - 17:45

Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var 22. október sl. var ný stjórn samtakanna kjörin. Jóhannes Gunnarsson fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs og lét því af störfum eftir langt og farsælt starf í þágu samtakanna. Fimm einstaklingar buðu sig fram til formanns. Að lokinni talningu atkvæða var ljóst að Ólafur Arnarson hafði borið sigur úr býtum og verið kjörinn formaður samtakanna. Tólf manns, utan formanns, eiga sæti í stjórn en frambjóðendur til stjórnar voru að þessu sinni tólf talsins og því sjálfkjörnir.

Á þinginu voru jafnframt samþykktar tillögur um áherslur í neytendamálum fyrir árin 2016-2018. Um er að ræða mikilvægan leiðarvísi fyrir nýkjörna stjórn samtakanna. Hægt verður að nálgast samþykktar áherslur á heimasíðu samtakanna á allra næstu dögum.

Hér að neðan má nálgast fundargerð þingsins.

Skjal með frétt: