Nýtt Neytendablað

Þriðjudagur, 3. janúar 2017 - 10:45

Nýjasta tölublað Neytendablaðsins ætti nú að vera komið með pósti heim til flestra félagsmanna Neytendasamtakanna. Að venju er efni blaðsins afar fjölbreytt, en að þessu sinni má m.a. finna kynningu á helstu áherslum Neytendasamtakanna sem samþykktar voru á síðasta þingi samtakanna, gæðakönnun á sjónvörpum, umfjöllun um ný snertilaus greiðslukort og margt fleira.

Ef þú hefur áhuga á að fá blaðið og gerast félagsmaður þá getur þú skráð þig í samtökin hér.

Ef þú ert félagsmaður en hefur ekki fengið blaðið þá máttu gjarnan senda okkur línu á ns@ns.is, eða hringja í síma 545-1200.