Nýtt Neytendablað er komið út

Miðvikudagur, 1. nóvember 2017 - 12:45

Að venju er blaðið stútfullt af fróðleik sem enginn neytandi má láta fram hjá sér fara. Í Neytendablaðinu er m.a. fjallað um markaðssetningu á óhollustu, umsýslugjöld fasteignasala, gæðakönnun á heyrnartólum, ævintýralegan loftslagsleiðangur svissneskrar fjölskyldu og margt fleira.

Félagsmenn Neytendasamtakanna fá blaðið inn um lúguna þessa dagana, en ef blaðið berst ekki látið okkur þá vinsamlegast vita. Ef þú ert ekki félagsmaður og hefur áhuga á að fá blaðið sent til þín þá getur þú skráð þig í samtökin hér.

Félagsmenn geta einnig skoðað rafræna útgáfu á blaðinu, ásamt eldri útgáfum af Neytendablaðinu, inni á læstum síðum. Hægt er að finna notendanafn og lykilorð í 2. tbl. Neytendablaðsins, en það verður uppfært um leið og nýtt blað fer að berast til félagsmanna.