Nýtt Neytendablað komið út

mánudagur, 26. mars 2018 - 18:00

Fyrsta tölublað Neytendablaðsins 2018 er nú á leiðinni í pósti til félagsmanna. Að venju er blaðið stútfullt af áhugaverðu efni  svo sem grein um smálánafyrirtækin, koffíndrykki, netöryggi, fjármálafræðslu, valgreiðslukröfur og viðgerð á bílaleigubílum. Neytendasamtökin fagna 65 ára afmæli í ár. Ráðherra neytendamála skrifar afmæliskveðju í blaðið og þá eru rifjaðar upp neytendafréttir frá fyrri tíð svo fátt eitt sé nefnt.

Ef þú ert ekki félagsmaður þá getur þú skráð þig hér og við sendum þér blaðið um hæl.

Ef Neytendablaðið berst ekki til þín á næstu dögum og þú ert samt félagsmaður, þá mátt þú gjarnan senda okkur línu á ns@ns.is eða hringja í síma 545-1200.