Nýtt Neytendablað komið út

Föstudagur, 1. júní 2018 - 14:30

Nýjasta tölublað Neytendablaðsins er á leið til félagsmanna. Blaðið er stútfullt af fróðlegu efni en í því má m.a. finna umfjöllun um plastmengun,  viskósframleiðslu, góð ráð fyrir ferðalagið, viðgerðarbyltinguna, leigjendamarkaðinn, rafræna reikninga  og varnarefni í illgresiseyði.

Blaðið er sent til allra félagsmanna Neytendasamtakanna, en þeir sem ekki eru félagsmann geta skráð sig hér og fengið blaðið sent heim.

Ef Neytendablaðið berst ekki til þín næstu daga máttu gjarnan senda okkur línu á ns@ns.is, eða hringja í síma 545-1200 og við sendum þér blaðið um hæl.