Ókeypis í einn mánuð?

Fimmtudagur, 2. desember 2010

 

Ef ég þigg fría prufuáskrift hjá sjónvarpsstöð í einn mánuð er ég þá laus allra mála eftir mánuðinn?

Algengt er að hringt sé í  neytendur frá sjónvarpsstöðum sem selja áskriftir,  sérstaklega þá sem hafa verið með áskrift áður og þeim boðið að koma aftur í áskrift  og fá tilboð  um einn mánuð frían til að byrja með. Í mörgum tilvikum þiggur fólk þetta og er bara ánægt að fá að kynna sér hvað er verið að bjóða uppá og þurfa ekki að binda sig lengur en þennan mánuð.

En  þetta er ekki svona einfalt. Í fæstum tilvikum er tekið fram í símtalinu að ef þú vilt ekki halda áfram þarftu að segja upp áskriftinni þótt um fría áskrift sé að ræða  og lofað að engin binding fylgdi þessu á nokkurn hátt. Ef ekki er sagt upp sérstaklega framlengist áskriftin eftir prufutímann og þá þarf að borga.

Góð regla er að samþykkja aldrei tilboð í símtali heldur biðja um tilboðið í tölvupósti og svara því þaðan ef áhugi er fyrir hendi.