Plastumbúðir og íslenskt grænmeti

Þriðjudagur, 29. ágúst 2017 - 13:45

Plastmengun er alvarlegt vandamál sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar á umhverfið, ekki síst á lífríki hafsins. Plastnotkun er gríðarlega mikil og þykir mörgum nóg um. Sem dæmi um aðgerðir sem miða að því að stemma stigu við plastmengun er árverkniátakið Plastlaus september þar sem neytendur eru hvattir til að hætta notkun á einnota plasti í einn mánuð sem vonandi leiðir til minni plastnotkunar í framtíðinni.

Neytendur eru margir farnir að gera athugasemdir við óþarfa plastumbúðir og fyrir vikið eru  framleiðendur farnir að horfa til umhverfisvænni umbúða. Það vekur því nokkra athygli hversu mikið plast er notað utan um íslenska grænmetið. Neytendablaðið hafði samband við sölufélag garðyrkjumanna og spurðist fyrir um málið.

Viðtal við Kristínu Lindu Sveinsdóttur markaðsstjóra hjá Sölufélagi garðyrkjumanna má sjá hér.