Ráðherra vill leið sem lækkar verð til neytenda

Föstudagur, 10. febrúar 2017 - 14:45

Samkvæmt frétt á mbl.is stendur vilji Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til þess að finna leið sem bæði lækkar verð og styrkir neytendur þegar kemur að úthlutun innflutningskvóta landbúnaðarvara. En í samtali sem ráðherrann átti við blaðamann mbl kemur fram að „Einu fyr­ir­mæl­in sem ég hef gefið eru þau að ég vilji finna leið sem að lækk­ar verð og styrk­ir neyt­and­ann. Það er það sem ég vil gera, það eru mín skila­boð: Neyt­end­ur fyrst.“