Föstudagur, 10. febrúar 2017 - 14:45

Samkvæmt frétt á mbl.is stendur vilji Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til þess að finna leið sem bæði lækkar verð og styrkir neytendur þegar kemur að úthlutun innflutningskvóta landbúnaðarvara. En í samtali sem ráðherrann átti við blaðamann mbl kemur fram að „Einu fyrirmælin sem ég hef gefið eru þau að ég vilji finna leið sem að lækkar verð og styrkir neytandann. Það er það sem ég vil gera, það eru mín skilaboð: Neytendur fyrst.“