Ragnar Unnarsson

Ragnar Unnarsson

Ég er 37 ára tveggja barna faðir. Ég býð mig fram í stjórn NS. Ég er menntaður ferðamarkaðsráðgjafi og starfa sem leiðsögumaður í dag bæði hér á Íslandi og erlendis. Ég hef verið virkur hjá Samtökum lífrænna neytenda og Hagsmunasamtökum heimilanna. Einnig hef ég verið virkur hjá Hraunavinum og hjá Heilsufrelsissamtökunum á Íslandi.
Ég tel að það þurfi að gæta vel að hag neytenda á Íslandi og auka aðhald innflytjenda og framleiðenda.