Ryk skemmir tölvur

mánudagur, 21. júní 2010

 

Er það rétt að ryksöfnun í tölvum getur valdið bilunum?

Ein algengasta bilun í tölvum er vegna ryksöfnunar.

Mikilvægt er að hafa hreinlegt í kringum tölvuna því ryk og önnur óhreinindi geta stíflað viftur og þannig komið í veg fyrir að tölvan kæli sig eðlilega. Einnig eru dæmi um að ryk hafi valdið skammhlaupi. Margir nota fartölvuna sína upp í rúmi og leggja hana jafnvel ofan á sængina. Slíkt eykur líkur á rykmyndun auk þess sem tölvan getur ofhitnað. Það sama getur gerst þegar fólk situr með tölvuna í fanginu. Mikilvægt er því að hafa fartölvuna á hentugum stað þar sem loftar vel um hana og ekki er mikið ryk í loftinu og gæta jafnfram að því að undirlagið sé gott.