Sami galli kemur upp ítrekað

Miðvikudagur, 18. ágúst 2010

 

Hversu oft getur seljandi reynt að bæta úr galla?

Samkvæmt lögum um neytendakaup hefur seljandi tvær tilraunir til þess að bæta úr sama galla á vöru. Með þessum tveimur tilraunum getur seljandi annað hvort reynt að gera við vöruna eða afhenda nýja vöru í staðinn. Reyni seljandi tvisvar að gera við vöru án árangurs, eða afhendir tvisvar nýja vöru sem alltaf er gölluð, hefur neytandinn almennt rétt til þess að rifta kaupunum og fá kaupverðið endurgreitt.