Samningur um leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna

Föstudagur, 16. desember 2016 - 10:15

Í gær undirrituðu Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna þjónustusamning þar sem Neytendasamtökin taka að sér að reka áfram leiðbeiningar- og ráðgjafaþjónustu við leigjendur. Samtökin hafa árum saman sinnt aðstoð við leigjendur, en undanfarin fimm og hálft ár hafa samtökin rekið leigjendaaðstoð með fjárhagslegum stuðningi frá ráðuneytinu.

Þessi þjónusta hefur gefist mjög vel og erindum fjölgað mikið ár frá ári. Ljóst er að mikil eftirspurn er meðal leigjenda eftir upplýsingum og ráðgjöf, og það er því ánægjulegt að þessi þjónusta verði starfrækt áfram á næsta ári.

Neytendasamtökin reka einnig vefsvæði þar sem finna má margvíslegar upplýsingar og ráð fyrir leigjendur, www.leigjendur.is.