Seinkun á flugi

Þriðjudagur, 24. maí 2011

Ef flugi seinkar um meira en þrjár klst, þannig að farþegi kemur á lokaákvörðunarstað a.m.k. þremur tímum síðar en upprunaleg áætlun flugrekandans gerði ráð fyrir, geta farþegar átt rétt á skaðabótum nema flugrekandi geti sýnt fram á að töfin hafi verið vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Þessu var slegið föstu með dómi Evrópudómstólsins og hefur Flugmálastjórn byggt á þessum dómi í ákvörðunum sínum. Upphæð skaðabótanna er 400 evrur fyrir flug á milli Íslands og Evrópu og 600 evrur á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna.

Neytendasamtökin hvetja fólk til að kynna sér rétt sinn en ýmsar upplýsingar um réttindi flugfarþega er að finna á heimasíðu Flugmálastjórnar.