Sigurður Másson

Sigurður Másson

Ég heiti Sigurður Másson og er fæddur og uppalinn í Neskaupstað. Ég lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1994. Eftir að námi í háskólanum lauk hef ég starfað í kringum tölvur, fyrst við sölu- og markaðsstörf og síðar sem sérfræðingur í upplýsinga­öryggi. Nú leiði ég þróunarhóp innan Advania sem þróar lausnir í tengslum við rafræn skilríki og rafrænar undirritanir. Ég hef lengi verið virkur í ýmsum félagsmálastörfum og hef gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum. Má þar helst nefna að ég var formaður æskulýðsdeildar Norræna félagsins, formaður Föreningen Nordens Ungdom, forseti Norðurlandaráðs þings æskunnar og varaforseti Nordiska Centerungdomens Förbund. Ég hef verið virkur í stjórn NS síðan 2010 og var í framkvæmdastjórn samtakanna síðastliðið kjörtímabil. Sit í stjórn staðlaráðs fyrir hönd NS þar sem ég held uppi sjónarhorni neytenda við gerð staðla. Hef brennandi áhuga á neytendamálum þar sem ég vil efla hag neytenda sem og að berjast fyrir aukinni siðrænni neyslu.