Sjúkratryggingakort með í fríið

Miðvikudagur, 8. júlí 2009

Sjúkratryggingakort með í fríið
 

Ferðalangar á leið til Evrópulanda eru minntir á að verða sér út um evrópska sjúkratryggingakortið. Kortið er notað ef korthafi veikist eða slasast í öðru landi á EES-svæðinu. Hægt er að sækja um kortið rafrænt til Tryggingastofnunar en það gildir í tvö ár í senn.