Skilaréttur

Föstudagur, 10. desember 2010

 

Er það lagalegur réttur minn að skila eða skipta vöru sem er ónotuð en ógölluð?

Í lögum er ekki fjallað um skilarétt á ógölluðum vörum og er seljendum því valfrjálst að móta sínar eigin reglur þegar kemur að skilum og skiptum og mega þá m.a. neita að taka við skilavörum.

Iðnaðarráðuneytið gaf þó út á sínum tíma verklagsreglur um skilarétt sem seljendur geta tekið upp og mega þeir þá setja upp skilaréttarmerkið sem gefur til kynna að þeir fari eftir reglunum. Því er gott fyrir neytendur að kynna sér reglurnar svo þeir viti hver skilarétturinn er í þeim verslunum sem hafa skilaréttarmerkið. Ef skilaréttarmerkið er ekki til staðar borgar sig þá að spyrja hvernig skilareglum fyrirtækisins er háttað áður en kaupin eiga sér stað.

Ef ætlunin er að gefa vöru í gjöf er gott að spyrja fyrst hvort hægt sé að skila henni, hvað skilafrestur er langur og fá þess til gerðan skilamiða svo hægt sé að skila vörunni án nótu.