Starfsemin óbreytt

mánudagur, 24. júlí 2017 - 11:30

Stjórn og starfsfólk Neytendasamtakanna vill taka fram að starfsemin er með óbreyttu sniði. Einhverjir starfsmenn eru í sumarfríi en skrifstofur samtakanna í Reykjavík og á Akureyri eru opnar. Stjórn, ásamt starfsfólki, vinnur hörðum höndum að því að rétta af halla í rekstri samtakanna og er bjartsýnt á að unnt verði að endurráða starfsfólkið hið fyrsta. Rétt er að minna á félagsfundinn sem haldinn verður 17. ágúst næstkomandi. Dagskrá, staðsetning og nánari tímasetning verður auglýst fljótlega.  

Stjórn og starfsfólk NS