Stefán Hrafn Jónsson

Stefán Hrafn Jónsson

Ég er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem ég m.a. sit í Háskólaráði og er formaður námsbrautar í félagsfræði. Ég er einnig formaður Félagsfræðingafélags Íslands. Áður starfaði ég m.a. á Lýðheilsustöð.
Áhugi minn á neytendamálum er drifinn áfram af mikilli réttlætiskennd sem og áhuga á sköpun og miðlun þekkingar. Þessi svið félagslegra samskipta eru einnig afar mikilvæg í háskólasamfélaginu. Ég tel að töluverður ójöfnuður ríki þegar einstaklingar eiga viðskipti við fyrirtæki. Fyrirtæki hafa yfir að ráða ýmsum sérfræðingum, t.d. í markaðsmálum og lögfræði, en neytandinn treystir oft aðeins á eigin dómgreind. Í því ljósi tel ég að almenningur vanmeti mikilvægi Neytendasamtakanna þegar hugað er að baráttu fyrir réttlátari viðskiptaháttum. Í viðskiptum eru sanngirni og heiðarleiki því miður ekki alltaf í hávegum höfð. Ég hlakka til að starfa með Neytendasamtökunum til að efla hag neytenda í íslensku samfélagi.