Stella Hrönn Jóhannsdóttir

Stella Hrönn Jóhannsdóttir

Ég er háskólamenntuð tveggja barna móðir, búsett í Hveragerði. Ég starfa sem heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Ég hef setið í stjórn Neytendasamtakanna sl. 4 ár. Siðræn neysla er mér sem neytanda mjög hugleikin, en í þeirri ofgnótt varnings og þjónustu sem er í boði er erfitt að vera meðvitaður og virkur neytandi. Lykilatriði siðrænnar neyslu er annars vegar gott aðgengi að upplýsingum frá framleiðendum og seljendum og hins vegar að verðmyndun á markaði sé gegnsæ og eðlileg, þannig að neytendur greiði sanngjarnt endurgjald fyrir þær vörur og þjónustu sem þeir taka ákvörðun um að kaupa og að báðir aðilar gangi frá viðskiptunum með góðri samvisku. Neytendasamtökin gegna mikilvægu hlutverki í að vekja neytendur til umhugsunar um m.a. siðræna neyslu, að miðla til þeirra upplýsingum og að gæta hagsmuna þeirra þegar á þá hallar. Ég vil vinna áfram að vexti samtakanna og virðingu og styrkja það góða starf sem þar er unnið.