Strætó er líka valkostur

Miðvikudagur, 9. mars 2011 - 12:00

 

Neytendasamtökin vilja minna vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu á að það er til annar valkostur en einkabíllinn,  það er strætó. Nú þegar færðin er þung og eldsneyti dýrt er tilvalið að rifja upp leiðbeiningar sem birtust í Neytendablaðinu fyrir nokkrum árum (það er þó búið að uppfæra verð og nýjungar síðan þá).

Upplýsingar um tíma aksturs
1. Flestir vagnar hefja akstur á virkum dögum kl. 6:30-7:00 og hætta akstri um kl. 23 á virkum dögum.
2. Strætó gengur á flestar stoppistöðvar á 15 mínútna fresti á daginn.  En sumir ganga þó bara á hálftíma fresti.
3. Á hverri stoppistöð er nákvæm tímatafla fyrir þá vagna sem stansa þar.
4. Á heimasíðu strætó er að finna nákvæma tímatöflu og leiðarvísir fyrir allar þjónustuleiðir.

Að kaupa fargjald
1. Stök ferð kostar 350 kr. og sama gjald er börn og unglinga,  þó er frítt fyrir yngri en 6 ára.
2. Fargjald er sett í bauk fremst í vagninum og athugið að vagnstjórinn gefur ekki til baka, því er mikilvægt að hafa rétta upphæð tilbúna.
3. Hægt er að fá skiptimiða í upphafi ferðar og gildir hann í 75 mínútur. Það er til þess að hægt sé að skipta um strætó á tímabilinu án þess að borga aukalega.
4. Miðarnir og mánaðarkortin fást á skiptistöðvum og nokkrum öðrum sölustöðum. Sjá sölustaði.
5. Einnig er hægt að kaupa afsláttarmiða hjá vagnstjóra, hann gefur til baka en tekur ekki greiðslukort.
6. Bráðlega verður einnig hægt að greiða með greiðslukorti hjá vagnstjóra.
    

Afsláttarmiðarnir kosta:
Fullorðnir; 11 miðar á 3000 kr. (þ.e. 273 kr. ferðin).

Auk þess fást 20 afsláttarmiðar fyrir eftirfarandi hópa:
Unglingar (12-18 ára); 2.100 kr. (105 kr. ferðin)
Börn (6-11 ára); 800 kr. (40 kr. ferðin)
Aldraðir og öryrkja; 1.900 kr. (95 kr. ferðin)

Upplýsingar um leiðir
1. Á heimasíðu strætó er góður leiðarvísir sem birtir tillögur um leiðir, þegar notandi hefur skráð tímann og hvaðan og hvert hann er að fara.
2. Það er sjálfsagt að biðja vagnstjórann um upplýsingar ef farþegi er í vafa um hvenær hann á að yfirgefa vagninn.
3. Bjöllur er staðsettar víða í vagninum til að láta vagnstjóra vita ef hann á að stansa á næstu stoppistöð
4. Flestar stoppistöðvar hafa nú fengið nafn og í vögnunum eru upplýsingaskilti og/eða rödd sem tilkynnir næstu stöð.

Farangur
Barnavagnar, -kerrur og reiðhjól eru leyfileg. Gæludýr eru ekki leyfileg í vögnum.