Þing 2018

Þingskjöl

1.            Dagskrá Þings Neytendasamtakanna – Þingskjal 1
2.            Listi yfir þingfulltrúa - Þingskjal 2 
3.            Tillaga um embættismenn þings – Þingskjal 3
4 - 5.       Ársreikningar NS 2016 og 2017Þingskjal 4 og Þingskjal 5
6 – 7.      Tillögur að lagabreytingum – Þingskjal 6 og Þingskjal 7          
8.            Stefnumótun NS – Þingskjal 8
9.            Framboð til stjórnar – Þingskjal 9
10.          Framboð til formanns – Þingskjal 10
11.          Tillaga um þrjá fulltrúa í kjörstjórn – Þingskjal 11
12.          Tillaga uppstillinganefndar – Þingskjal 12
13.          Tillaga um skoðunarmenn reikninga – Þingskjal 13
14.          Tillaga um fulltrúa í uppstillinganefnd – Þingskjal 14

 

Á þingi NS sem haldið var 27-28. október 2018 var samþykkt eftirfarandi tillaga:

,,Þing Neytandasamtakanna skorar á stjórnvöld hér á landi að hlutast til um að íslenskir neytendur búi við sambærileg lánakjör og neytendakjör og neytendur í nágrannalöndum Íslands. Krafa neytanda er að verðtrygging á neytendalánum, þar með talið íbúðalánum neytenda verði afnumin.“

 

____

Þing NS verður haldið í Akóges salnum, Lágmúla 4, laugardaginn 27. október. Gert er ráð fyrir því að þingið hefðist klukkan 10, en móttaka þingfulltrúa hefst klukkan 09:30. Hlé er gert á þinginu meðan kosning til stjórnar og formanns stendur yfir. Fundi er fram haldið á sunnudeginum 28. október í höfuðstöðvum NS að Hverfisgötu 105. Þingið verður jafnframt rafrænt til að auka möguleika fólks á þátttöku óháð fjölskylduaðstæðum, heilsu og búsetu.  

Skráningu á þing er lokið
Samkvæmt lögum samtakanna þurftu félagsmenn að skrá sig á þingið eigi síðar en á miðnætti þann 20. október. Þeir einir geta tekið þátt í þingi samtakanna, og þar með kosningum til stjórnar og formanns, sem eru félagsmenn og eru skuldlausir við samtökin viku fyrir þingið. 
Ath! Greiðsla félagsgjalda verður ekki möguleg á þinginu enda skulu þingfulltrúar vera skuldlausir viku fyrir þing.

 

Rafrænt þing
Umræðum á þinginu verður streymt á netinu. Einnig verður unnt að koma fram með innlegg og athugasemdir sem lesnar verða upp á þinginu eftir því sem dagskráin leyfir. Þingfulltrúar munu fá sendan tölvupóst með nánari upplýsingum um tilhögun rafræns þings þegar nær dregur.

 

Rafræn kosning – hvernig á að kjósa?
Félagsmenn sem hafa skráð þátttöku sína á þinginu eru á kjörskrá til rafrænnar kosningar formanns og stjórnar. Til að kjósa fara félagsmenn á heimasíðu NS og smella þar á tengil til að opna rafrænu kosninguna.  Eftir að smellt er á tengilinn eru félagsmenn auðkenndir með annaðhvort Íslykli eða rafrænum skilríkjum áður en kjörseðill er fylltur út og atkvæði skilað í rafrænan kjörkassa. Sérhver kjósandi getur kosið eins oft og hann vill, en eingöngu síðasta atkvæðið er gilt. Hvorki verður fylgst með mætingu á þingið né verður þátttakendalisti birtur. Kjörskrá verður eytt að loknum kosningum.

Gert er ráð fyrir að kosningar hefjist um kl. 17:00 þann 27. október, mögulega síðar ef tafir verða á dagskrá. Kosningar munu standa til kl 12:00 daginn eftir, þann 28. október.

 

Upplýsingar um starf NS 2016-2018
Ekki verður gefin út sérstök þingskýrsla eins og verið hefur. Þess í stað er ýmsar upplýsingar um starf samtakanna síðustu tvö árin að finna í Neytendablaðinu. Ítarefni, svo sem ársreikninga samtakanna og ársskýrslur um Neytendaaðstoðina, Leigjendaaðstoðina og Evrópsku neytendaaðstoðina, er að finna hér á heimasíðu samtakanna.

 

Fjölmörg framboð
Mikil eftirspurn er eftir formannsembætti Neytendasamtakanna sem og setu í stjórn. Borist hafa sex framboð til formanns og 31 framboð til stjórnar. Formaður og ný 12 manna stjórn verður kosin á þinginu.