Þjónusta fyrir félagsmenn
Ýmsar upplýsingar eru eingöngu ætlaðar félagsmönnum og þarf að skrá sig inn til að fá aðgang að þeim. Notandanafn og lykilorð má finna á síðu 2 í nýjasta Neytendablaðinu. Einnig geta þeir félagsmenn sent „skilaboð“ og óskað eftir nýju notendanafni og lykilorði.
Hvað gera samtökin fyrir mig?
Neytendablaðið:
4 tölublöð á ári, send heim til félagsmanna. Aðgangur að fyrri tölublöðum hér á vefnum.
Heimasíða:
Fullur aðgangur að læstum síðum. Þar eru greinar, gæða- og markaðskannanir sem aðeins birtast á vefnum. Þeir félagsmenn sem ekki hafa aðgang að netinu geta fengið slíkt efni sent í pósti endurgjaldslaust.
Útgáfurit:
Tilboðsverð á útgefnu efni Neytendasamtakanna og neytendasamtaka í nágrannalöndum okkar. Bókasafn er á skrifstofu samtakanna og þar er að finna neytendablöð frá 20 löndum.
Heimilisbókhald:
Rafrænt forrit. Auk þess standa Neytendasamtökin reglulega fyrir námskeiðum í fjármálum heimila, félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Aðstoð:
Aðstoð leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar ef vandamál koma upp eftir að kaup hafa farið fram og neytandinn nær ekki fram rétti sínum einn síns liðs. Án endurgjalds.
Lögfræðiþjónusta:
Félagsmenn NS geta fengið viðtal hjá lögfræðingi samtakanna í Reykjavík eftir samkomulagi.
Sparometer:
Mælitæki sem mælir hvað raftækin heima hjá þér nota mikið rafmagn. Félagsmenn geta fengið tækið lánað gegn vægu tryggingargjaldi.
Hagsmunagæslan:
Því fleiri neytendur sem ganga til liðs við samtökin, þeim mun meira eflist máttur þeirra til að vinna að hagsmunum neytenda.
Allir einstaklingar 18 ára og eldri geta gerst félagar í Neytendasamtökunum