Þjónustusamningur vegna aðstoðar við leigjendur endurnýjaður

Föstudagur, 5. janúar 2018 - 10:00

Neytendasamtökin og velferðarráðuneytið hafa endurnýjað þjónustusamning vegna aðstoðar við leigjendur. Neytendasamtökin hafa séð um þjónustuna samkvæmt samningi við ráðuneytið síðan árið 2011 og hafa um 13.000 erindi borist á þeim tíma. Það voru Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra og Hrannar Már Gunnarsson stjórnandi þjónustunnar sem undirrituðu samninginn.

Þjónustan fer fram með reglulegum símatíma við lögfræðing tvisvar í viku, milli klukkan 12:30 og 15:00 á þriðjudögum og fimmtudögum en einnig er að finna margvíslegar upplýsingar um réttarstöðu leigjenda á heimasíðu Leigjendaaðstoðarinnar, www.leigjendur.is