Því fleiri félagsmenn því sterkari samtök!

mánudagur, 2. október 2017 - 15:00

Neytendasamtökin voru stofnuð 1953 og hefur megin hlutverk samtakanna alla tíð verið að gæta hagsmuna neytenda. Megin verkefni samtakanna er að aðstoða neytendur lendi þeir í deilum í viðskiptum og undanfarin ár hafa samtökin einnig rekið Leigjendaaðstoðina sem hefur verið mikil eftirspurn eftir. Félagsmönnum hefur fækkað jafnt og þétt undanfarin ár og þeirri þróun þarf að snúa við, enda standa félagsmenn að langmestu leyti undir starfseminni. Framundan eru spennandi tímar hjá samtökunum og hefur verið blásið til sóknar. Þú getur hjálpað til við að efla og styðja neytendastarf á Íslandi með því að gerast félagi og með því fengið aðgang að margþættri þjónustu samtakanna.
 
Smelltu hér til þess að gerast félagsmaður strax í dag eða sendu okkur póst á ns@ns.is