Til fulltrúa á þingi Neytendasamtakanna

Föstudagur, 21. október 2016 - 15:15

Ágætu félagar.

Þing Neytendasamtakanna verður haldið laugardaginn 22. október kl. 10:00 stundvíslega. Skráning þingfulltrúa hefst kl. 09:30. Þingið verður haldið í Borgartúni 6, 4. hæð (Rúgbrauðsgerðin). Áætlað er að þinginu ljúki kl. 16:30.

Á heimasíðu Neytendasamtakanna eru mörg þingskjöl komin inn og sjáið þið þau á þessum hlekk: https://www.ns.is/is/content/thing-neytendasamtakanna. Þegar þið komið á þingið munuð þið jafnframt fá þingskjölin á pappír. Ennfremur verður farið fram á að þingfulltrúar framvísi persónuskilríki við afhendingu kjörseðla vegna formannskjörs

Samkvæmt 7. gr. laga samtakanna þurfa þingfulltrúar að vera skuldlausir við samtökin til þess að geta setið þingið. Þeir sem teljast skulda samtökunum munu þurfa að greiða félagsgjald ársins á staðnum, en það verður hægt að gera með reiðufé eða í gegnum posa. Einnig geta þingfulltrúar greitt með millifærslu fram að þingi en þá er mikilvægt að framvísað sé kvittun vegna greiðslunnar við komuna á þingið. 

Það er einlæg von mín að sem flest ykkar hafið tök á að koma á þingið.

 

Með bestu kveðju
Jóhannes Gunnarsson
formaður Neytendasamtakanna