Tryggingariðgjöld

Miðvikudagur, 14. september 2011

Er komið að endurnýjun vátrygginga? 
Leitaðu tilboða hjá fleirum.

Iðgjöld fyrir vátryggingar geta verið mjög ógagnsæ. Iðgjöld einstakra trygginga geta t.a.m. verið mishá eftir því hversu margar tryggingar viðkomandi er með hjá tryggingafélaginu, hversu lengi hann hefur verið í viðskiptum við félagið, hversu mörg tjón hafa orðið og þannig fram eftir götunum. Það getur því verið erfitt að átta sig á því hvað þarf til svo að iðgjöldin lækki eða af hverju iðgjöldin hækka. Ein besta leið neytenda til að halda tryggingafélögunum á tánum varðandi fjárhæð iðgjalda er að leita tilboða í tryggingarnar sínar á hverju ári hjá öllum tryggingafélögunum. Það getur verið mikill munur á fjárhæð iðgjalda milli tryggingafélaga og oft geta sparast háar fjárhæðir með því að leita tilboða