Vanskilagjald

Þriðjudagur, 20. janúar 2009

 

Er heimilt að leggja svokallað vanskilagjald á skuld ef hún er ekki greidd á réttum tíma?

Það tíðkast víða hjá fyrirtækjum að leggja svokallað vanskilagjald á skuldir. Þetta gjald bætist þá ofan á annan kostnað, svo sem dráttarvexti og innheimtukostnað, sé honum til að dreifa. Það er ekki að sjá að þessi gjaldtaka sé formlega bönnuð í lögum (sé kveðið á um hana í skilmálum) þó telja megi að dráttarvextir ættu að duga til að bæta kröfuhafa það tjón sem hann verður fyrir vegna síðbúinnar greiðslu.

Ný innheimtulög tóku hins vegar gildi nú um áramót og hafa Neytendasamtökin fjallað um þau lög.  Í lögunum er gert ráð fyrir því að ráðherra setji reglugerð um hámarkskostnað vegna innheimtu enda varðar það skuldara miklu að sett sé þak á innheimtukostnað.

Í reglugerðinni sem gefin var út 21. janúar sl. er raunar gert ráð fyrir því óheimilt sé að leggja vanskilagjöld eða önnur samsvarandi gjöld við innheimtukostnað. Telja verður því að vegna skulda sem til koma eftir gildistöku reglugerðarinnar hinn 1. febrúar 2009 sé í raun óheimilt að bæta vanskilagjöldum við annan kostnað skuldara.