Vefverslanir

Fimmtudagur, 26. ágúst 2010

 

Er óhætt að kaupa vörur í vefverslunum?

Þegar verslað er í vefverslunum ættir þú ávallt að skoða upplýsingar um fyrirtækið sem birtar eru á síðunni sem þú ætlar þér að versla af.  T.d. hvort þar séu gefnar upp upplýsingar um símanúmer og heimilisfang.  En það er ekki nóg að kanna hvort þessar upplýsingar séu til staðar heldur skaltu sannreyna hvort þær séu réttar.

Ef þú lendir í því að kaupa vöru í vefverslun sem þú hefur greitt fyrir með kreditkorti en færð vöruna ekki afhenda, getur þú borið fram skriflega athugasemd til þíns kortafyrirtækis eða banka, en það skal gert innan 90 daga frá því að búast mátti við að varan skildi afhend. 

Kortafyrirtækið leitar þá eftir sönnun frá söluaðila um hvort varan hafi verið send, en póstferilsskrá á að vera til yfir alla böggla sem sendir eru og þarf kaupandinn að kvitta fyrir afhendingu hennar.  Ef söluaðili getur ekki sannað sendingu verður varan bakfærð á kort viðkomandi.