Verðhækkun

Föstudagur, 3. október 2008

 

Má seljandi hækka vöruverð eins og honum sýnist?

Já, verðlagning er frjáls og því hafa seljendur fullt leyfi til að verðleggja vörur og þjónustu eins og þeim sýnist. Það er því mjög mikilvægt fyrir neytendur að fylgjast vel með verði, kvarta yfir verðhækkunum sem þeir telja óeðlilegar og versla þar sem það er hagstæðast.