Verðtilboð

Föstudagur, 3. október 2008

 

Ef ég hef fengið verðtilboð getur seljandi þá nokkuð hækkað verð?

Ef þú hefur fengið tilboð má ekki hækka verðið nema tilboðið hafi verið gert með einhverjum fyrirvara. T.d. er algengt að seljendur tryggi sig gagnvart gengisáhættu og miði þá tilboðið við gengi þess dags sem tilboðið er gert. Best er að fá alltaf skrifleg tilboð.