Verður 2011 fjárhagslega erfitt? - vertu viðbúinn

Laugardagur, 1. janúar 2011 - 16:15

 

Neytendasamtökin minna félagsmenn sína á rafrænt heimilisbókhald samtakanna sem hægt er að nálgast á vefnum á læstum síðum fyrir félagsmenn.  Í því er áætlun og mánaðaruppgjör með daglegum færslum og föstum mánaðarlegum færslum. Félagsmönnum gefst þannig kostur á að nota einfalt og þægilegt heimilisbókhald og öðlast yfirsýn yfir fjármálin.

Rafmagnsnotkun
Með hækkandi rafmagnsverði er ekki úr vegi að skoða hversu mikið rafmagn heimilistækin nota. Neytendasamtökin eiga nokkur mælitæki sem kallast Sparometer en það sýnir á einfaldan hátt rafmagnsnotkun einstakra heimilistækja. Félagsmenn geta fengið mælir lánaðan heim í nokkra daga til að mæla hvað heimilistæki eyða miklu rafmagni. Þetta er mjög góð leið til að sjá svart á hvítu hversu eyðslufrek heimilistækin eru og átta sig á því hvað liggur á bak við tölurnar á rafmagnsreikningnum.

Námskeið
Fljótlega eftir áramót verður haldið námskeið í heimilisbókhaldi fyrir félagsmenn. Áhugasamir skrái sig á netfangið ns@ns.is eða í síma 545 1200. Fleiri námskeið og fræðslufundir verða auglýstir síðar.