Dómar í húsaleigumálum

Hér er að finna reifanir á úrlausnum dómstóla sem varða leigu á íbúðarhúsnæði. Einungis er stiklað á stóru og helstu atriði hvers dóms dregin fram. Í lok hverrar reifunar má svo finna hlekk á dóminn í heild sinni og vilji fólk vísa til dóma í ágreiningsmálum eða nýta þá sem fordæmi er nauðsynlegt að lesa dóma í heild sinni. Að baki hverju atriðisorði (TAG) er að finna úrdrætti úr þeim málum þar sem það tiltekna atriði hefur komið til skoðunar.

Tag:: 

Leigusali höfðaði mál vegna vangoldinnar húsaleigu. Um var að ræða húsaleigusamning sem hafði verið rift af leigusala vegna vanskila leigutaka, en leigutaki hafði ekki greitt leigufjárhæð vegna óánægju með vanrækslu leigusala á viðhaldi.

Ártal dóms: 

2015

Númer dóms: 

2587

Tag:: 

Leigutaki höfðaði mál þar sem hann taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna þess hvernig ástand leiguíbúðar var þegar hún var afhent leigutaka.

Ártal dóms: 

2015

Númer dóms: 

489

Tag:: 

Leigutaki höfðaði mál gegn leigusala vegna ástands húsnæðis, sem leigutaki taldi vera óíbúðarhæft og heilsuspillandi.

Ártal dóms: 

2014

Númer dóms: 

E-5043

Tag:: 

Leigutaki tók á leigu stúdíóíbúð sem sögð var 30 - 40 fermetrar en síðar kom í ljós að íbúðin var einungis 14 fermetrar að stærð og rifti leigutaki samningnum af þeim sökum vegna verulegra vanefnda. Kærunefnd húsamála hafði komist að þeirri niðurstöðu að sú riftun væri heimil með vísan til 60.

Ártal dóms: 

2014

Númer dóms: 

E-2039

Tag:: 

Leigusali höfðaði málið vegna vanefnda leigutaka. Leigutaki hafði flutt inn í íbúðina í maí 2013 en enginn skriflegur leigusamningur var gerður. Af 10. gr. húsaleigulaga leiddi því að samningur aðila væri ótímabundinn og var uppsagnarfrestur því sex mánuðir.

Ártal dóms: 

2014

Númer dóms: 

E-1363

Tag:: 

Leigutaki lagði fram bankaábyrgð í upphafi leigutíma og ritaði ábyrgðarmaður einnig undir þá ábyrgð gagnvart viðkomandi banka sem sjálfskuldarábyrgðarmaður. Umrædd ábyrgð átti að gilda til 15.

Ártal dóms: 

2011

Númer dóms: 

E-745

Tag:: 

Í málinu krafðist leigutaki þess að tímabundinn húsaleigusamningur framlengdist um þrefaldan umsaminn tíma, enda hefði hann greitt húsaleigu fyrirfram fyrir allan leigutímann og vísaði leigutaki til 1. mgr. 34. gr.

Ártal dóms: 

2015

Tag:: 

Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að fyrrum eigandi húsnæðis skyldi með beinni aðfarargerð borinn út úr húsnæðinu, sem nú var í eigu aðila sem hafði átt hæsta boð í eignina við nauðungarsölu.

Ártal dóms: 

2014

Númer dóms: 

262

Tag:: 

Aðili keypti fasteign á nauðungarsölu í mars 2003 en þá voru leigjendur í húsnæðinu. Hinn nýi eigandi skoraði á leigjendur að rýma fasteignina, ellegar færi hann fram á útburð úr henni.

Ártal dóms: 

2008

Númer dóms: 

182

Tag:: 

Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning þar sem kveðið var á um þriggja mánaða uppsagnarfrest. Leigjandi sagði upp samningnum 1. janúar 2013 og yfirgaf íbúðina 1. febrúar sama ár. Aðilar deildu m.a.

Ártal dóms: 

2013

Númer dóms: 

E-4341

Pages