Dómar í húsaleigumálum
Hér er að finna reifanir á úrlausnum dómstóla sem varða leigu á íbúðarhúsnæði. Einungis er stiklað á stóru og helstu atriði hvers dóms dregin fram. Í lok hverrar reifunar má svo finna hlekk á dóminn í heild sinni og vilji fólk vísa til dóma í ágreiningsmálum eða nýta þá sem fordæmi er nauðsynlegt að lesa dóma í heild sinni. Að baki hverju atriðisorði (TAG) er að finna úrdrætti úr þeim málum þar sem það tiltekna atriði hefur komið til skoðunar.