Dómar í húsaleigumálum

Hér er að finna reifanir á úrlausnum dómstóla sem varða leigu á íbúðarhúsnæði. Einungis er stiklað á stóru og helstu atriði hvers dóms dregin fram. Í lok hverrar reifunar má svo finna hlekk á dóminn í heild sinni og vilji fólk vísa til dóma í ágreiningsmálum eða nýta þá sem fordæmi er nauðsynlegt að lesa dóma í heild sinni. Að baki hverju atriðisorði (TAG) er að finna úrdrætti úr þeim málum þar sem það tiltekna atriði hefur komið til skoðunar.

Tag:: 

Landsbankinn eignaðist fasteign á nauðungarsölu. Sýslumaður samþykkti leigu í tólf mánuði til handa gerðarþolum, en aldrei voru neinar leigugreiðslur greiddar til Landsbankans.

Ártal dóms: 

2013

Númer dóms: 

A-209

Tag:: 

Leigjandi krafðist þess að fá endurgreidda húsaleigu vegna nóvember 2009 þar sem íbúðin hefði verið óíbúðarhæf á þeim tíma vegna veggjalúsar. Stuttu eftir að leigutakinn og fjölskylda hans fluttu í íbúðina, en þau tóku hana á leigu frá og með 1. nóvember,  fóru þau að þjást af útbrotum og kláða.

Ártal dóms: 

2011

Númer dóms: 

E-871

Tag:: 

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning til níu mánaða og var leiguverð 75.000 kr. á mánuði auk þess sem leigjandi átti að greiða tryggingu að fjárhæð 250.000 kr. Leigjandi stóð við leigugreiðslur fyrstu fimm mánuðina en lagði ekki fram umsamda tryggingu.

Ártal dóms: 

2011

Númer dóms: 

E-78

Tag:: 

Leigusali vildi fá leigjanda borinn út vegna vanskila á húsaleigu.

Ártal dóms: 

2011

Númer dóms: 

A-34

Tag:: 

Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning þar sem leigjandi leigði íbúð í fjölbýlishúsi af leigusala. Leigjandi greiddi jafnframt tryggingu sem nam þriggja mánaða leigugreiðslum.

Ártal dóms: 

2010

Númer dóms: 

E-1129

Tag:: 

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. maí 2007 til 1. október 2012. Húsnæðið þarfnaðist lagfæringa en síðar á leigutímanum kom í ljós að húsið var óíbúðarhæft.

Ártal dóms: 

2010

Númer dóms: 

E-570

Tag:: 

Lögreglustjórinn á Snæfellsnesi  höfðaði mál gegn leigusala fyrir húsbrot, með því að hafa 22. mars 2010 ruðst heimildarlaust inn í leiguhúsnæði. Atvik málsins voru þau að leigjandi hafði tekið eignina á leigu á árinu 2009.

Ártal dóms: 

2010

Númer dóms: 

S-359

Tag:: 

Aðilar gerðu munnlegan leigusamning 11. september 2007 og var leiguverð 80.000 kr. á mánuði auk rafmagns og hússjóðs. Leigjandinn var í íbúðinni til 11. maí 2009. Leigusali höfðaði mál til heimtu vangreiddrar leigu og skaðabóta vegna árangurslausra innheimtutilrauna og kostnaðar af þeim.

Ártal dóms: 

2009

Númer dóms: 

E-1178

Tag:: 

Um var að ræða tímabundinn leigusamning til eins árs. Í leiguhúsnæðinu bjuggu leigjandi, eiginkona leigjandans og tvö systkini hennar. Ágreiningur var um hvort leigjandi hefði greitt tryggingu að upphæð 260.000 krónur í samræmi við samning aðila.

Ártal dóms: 

2009

Númer dóms: 

E-1988

Tag:: 

Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning í desember 2007. Leigusalinn sagði svo upp leigusamningnum í júlí 2008 með sex mánaða uppsagnarfresti í samræmi við húsaleigulög.

Ártal dóms: 

2009

Númer dóms: 

E-1613

Pages