Dómar í húsaleigumálum

Hér er að finna reifanir á úrlausnum dómstóla sem varða leigu á íbúðarhúsnæði. Einungis er stiklað á stóru og helstu atriði hvers dóms dregin fram. Í lok hverrar reifunar má svo finna hlekk á dóminn í heild sinni og vilji fólk vísa til dóma í ágreiningsmálum eða nýta þá sem fordæmi er nauðsynlegt að lesa dóma í heild sinni. Að baki hverju atriðisorði (TAG) er að finna úrdrætti úr þeim málum þar sem það tiltekna atriði hefur komið til skoðunar.

Tag:: 

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 15. apríl 2008 til 15. apríl 2012 án uppsagnarákvæðis. Hinn 29. desember 2008 sendi leigjandinn bréf til leigusala og sagðist ekki geta leigt íbúðina lengur en til 1. febrúar 2009 vegna breyttra fjárhagslegra aðstæðna í kjölfar bankahrunsins.

Ártal dóms: 

2009

Númer dóms: 

E-1594

Tag:: 

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 5. febrúar 2008 til 5. febrúar 2009 en 1. nóvember 2008 var leigjandinn fluttur út og nýr leigjandi tekinn við samningnum. Leigusali krafðist upphaflega greiðslu leigufjár fyrir september, október, nóvember og desember.

Ártal dóms: 

2009

Númer dóms: 

E-8

Tag:: 

Gerður var eins árs tímabundinn leigusamningur. Leigjandinn flutti þó úr íbúðinni mánuði áður en leigusamningurinn rann út. Að sögn hans var það að ósk leigusalans að hann rýmdi íbúðina á þeim tímapunkti þar sem leigusalinn ætlaði sér að selja íbúðina.

Ártal dóms: 

2008

Númer dóms: 

E-10762

Tag:: 

Leigjandi gerði leigusamning við einkahlutafélag sem í fyrstu var tímabundinn frá 20. janúar 2007 til 19. janúar 2008 en síðan var samningnum breytt þannig að hann myndi gilda til loka október 2007.

Ártal dóms: 

2008

Númer dóms: 

E-1231

Tag:: 

Aðilar höfðu gert leigusamning í ágúst 2001 en að morgni 25. maí 2002 kom upp eldur í íbúðinni. Leigjandi slasaðist mikið vegna eldsins og var lengi að jafna sig eftir afleiðingar hans.

Ártal dóms: 

2008

Númer dóms: 

E-244

Tag:: 

Aðilar gerðu með sér ótímabundinn húsaleigusamning 31. júní 2007. Samningurinn tók gildi 1. júlí sama ár en 13. ágúst lýsti leigusali yfir riftun. Gaf leigusali leigjanda 10 daga til þess að yfirgefa íbúðina.

Ártal dóms: 

2008

Númer dóms: 

S-170

Tag:: 

Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning þann 20. september 2007. Hinn 22. nóvember  sendi leigusalinn leigjandanum bréf vegna kvartana frá nágrönnum undan hávaða. Í bréfinu kom fram að ef ekki yrði bætt úr ástandinu yrði leigusamningnum sagt upp. Hinn 10.

Ártal dóms: 

2008

Númer dóms: 

A-2

Tag:: 

Leigjandi leigði 20fm herbergi af leigusala og gerðu aðilar ótímabundinn leigusamning frá 1. febrúar 2005. Leigufjárhæð var ákveðin 20.000 kr. og átti að greiðast mánaðarlega. Tveimur vikum síðar var umræddum leigusamningi þinglýst.

Ártal dóms: 

2007

Númer dóms: 

E-2535

Tag:: 

Deilt var um það hvort að leigusala hefði verið heimilt að rifta samningi og krefjast útburðar á grundvelli slæmrar umgengni leigjanda. Atvik voru þau að ítrekaðar kvartanir höfðu borist frá nágrönnum leigjandans vegna hávaða og drykkjuláta.

Ártal dóms: 

2007

Númer dóms: 

A-252

Tag:: 

Leigusali krafðist þess að leigjandi yrði borinn út úr leiguhúsnæði vegna vangoldinnar leigu. Þegar leigjandinn stóð ekki við greiðslu á leigu sendi leigusalinn honum greiðsluáskorun. Var hún send  bæði með  almennum pósti og í ábyrgðarbréfi þann 17. september 2007.

Ártal dóms: 

2007

Númer dóms: 

A-152

Pages