Dómar í húsaleigumálum

Hér er að finna reifanir á úrlausnum dómstóla sem varða leigu á íbúðarhúsnæði. Einungis er stiklað á stóru og helstu atriði hvers dóms dregin fram. Í lok hverrar reifunar má svo finna hlekk á dóminn í heild sinni og vilji fólk vísa til dóma í ágreiningsmálum eða nýta þá sem fordæmi er nauðsynlegt að lesa dóma í heild sinni. Að baki hverju atriðisorði (TAG) er að finna úrdrætti úr þeim málum þar sem það tiltekna atriði hefur komið til skoðunar.

Tag:: 

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning til eins árs, frá 15. nóvember 2004 til 15. nóvember 2005. Fjárhæð leigunnar var 68.000 kr. auk 6.400 kr. vegna hússjóðs. Í júní 2006 sendi leigusali kröfu á leigjanda vegna greiðsla fyrir október og nóvember árið 2005 sem ekki höfðu skilað sér.

Ártal dóms: 

2007

Númer dóms: 

E-92

Tag:: 

Í maí 2006 var gerður tímabundinn leigusamningur milli aðila, til loka nóvember sama ár. Í leigusamningi aðila var ákvæði að heimilt væri að rifta samningi ef húsreglur væru brotnar að undangenginni viðvörun þess efnis.

Ártal dóms: 

2007

Númer dóms: 

A-74

Tag:: 

Aðilar gerðu leigusamning 1. apríl 2006 sem var sagður bæði tímabundinn og ótímabundinn.

Ártal dóms: 

2007

Númer dóms: 

A-13

Tag:: 

Aðilar gerðu með sér skriflegan tímabundinn leigusamning frá 1. febrúar 2004 til 30. september 2004, en áður hafði verið í gildi munnlegur samningur milli aðila og hafði leigjandi því búið í íbúðinni áður en hinn skriflegi samningur var gerður.

Ártal dóms: 

2005

Númer dóms: 

E-3035

Pages