Neytendasamtökunum hafa að undanförnu borist þó nokkur fjöldi fyrirspurna og kvartana vegna verðmerkinga á varningi seldum í flugvélum flugfélagsins WOW air. Fyrirspurnir þessar snúast fyrst og fremst um það hvort leyfilegt sé að verðmerkja vörur í erlendri mynt, og hafa verð í íslenskum krónum eingöngu til viðmiðunar.
Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar.
Stjórn Neytendasamtakanna hefur samþykkt svohljóðandi ályktun:
Neytendasamtökin beina þeim tilmælum til Samkeppniseftirlitsins að í umfjöllun um hugsanlega sameiningu Wow og Icelandair verði fyrst og fremst tekið mið af hagsmunum neytenda. Tryggja verði virka samkeppni í flugsamgöngum neytendum til hagsbóta.
Almenningur í landinu á mikið undir því að virk samkeppni ríki í flugsamgöngum. Þá beinir stjórn Neytendasamtakanna þeim tilmælum til stjórnar Icelandair Group að velta ekki kostnaði á herðar neytenda með hækkun farmiðaverðs. Neytendasamtökin munu fylgjast náið með framvindu þessa máls.