mánudagur, 3. desember 2018 - 15:00

Neytendasamtökunum hafa að undanförnu borist þó nokkur fjöldi fyrirspurna og kvartana vegna verðmerkinga á varningi seldum í flugvélum flugfélagsins WOW air. Fyrirspurnir þessar snúast fyrst og fremst um það hvort leyfilegt sé að verðmerkja vörur í erlendri mynt, og hafa verð í íslenskum krónum eingöngu til viðmiðunar.

Fimmtudagur, 15. nóvember 2018 - 12:30

Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar.

Þriðjudagur, 6. nóvember 2018 - 10:45

Stjórn Neytendasamtakanna hefur samþykkt svohljóðandi ályktun:

Neytendasamtökin beina þeim tilmælum til Samkeppniseftirlitsins að í umfjöllun um hugsanlega sameiningu Wow og Icelandair verði fyrst og fremst tekið mið af hagsmunum neytenda. Tryggja verði virka samkeppni í flugsamgöngum neytendum til hagsbóta. 
Almenningur í landinu á mikið undir því að virk samkeppni ríki í flugsamgöngum. Þá beinir stjórn Neytendasamtakanna þeim tilmælum til stjórnar Icelandair Group að velta ekki kostnaði á herðar neytenda með hækkun farmiðaverðs. Neytendasamtökin munu fylgjast náið með framvindu þessa máls.

 
Fimmtudagur, 1. nóvember 2018 - 14:45

Á þingi Neytendasamtakanna, sem haldið var dagana 27-28. október 2018, var samþykkt með meirihluta atkvæða eftirfarandi tillaga:

sunnudagur, 28. október 2018 - 13:15

 
Niðurstaða kosninga til formanns og stjórnar liggur fyrir.
Nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna er Breki Karlsson. Hann hlaut 53% atkvæða.
 
Nýja stjórn samtakanna skipa:
Pálmey H. Gísladóttir
Halla Gunnarsdóttir
Hrannar Már Gunnarsson
Sigurður Másson
Snæbjörn Brynjarsson
Þórey S. Þórisdóttir
Sigurlína Sigurðardóttir

Pages