Niðurstaða kosninga til formanns og stjórnar liggur fyrir.
Nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna er Breki Karlsson. Hann hlaut 53% atkvæða.
Nýja stjórn samtakanna skipa:
Pálmey H. Gísladóttir
Halla Gunnarsdóttir
Hrannar Már Gunnarsson
Sigurður Másson
Snæbjörn Brynjarsson
Þórey S. Þórisdóttir
Sigurlína Sigurðardóttir
Þing Neytendasamtakanna verður haldið laugardaginn 27-28 október næstkomandi í Akóges salnum Lágmúla 4. Allir skuldlausir félagsmenn hafa rétt til þátttöku á þinginu svo framarlega sem þeir hafi tilkynnt þátttöku sína fyrir tímafrestinn sem var 20. október. Þinginu verður streymt þannig að þeir sem hafa ekki tök á að mæta á staðinn geta fylgst með á netinu og tekið þátt eftir atvikum.