Neytendasamtökin fjölluðu um ósanngjarna skilmála flugfélaga í síðasta tölublaði Neytendablaðsins en sum flugfélög meina farþegum að nota seinni fluglegg ferðar ef sá fyrri hefur ekki verið nýttur, sjá hér. Þetta getur t.d. gerst ef farþegi missir af flugi út eða einfaldlega flýtir ferð sinni.
Stjórn samtakanna boðar til félagsfundar fimmtudaginn 17. ágúst n.k. þar sem farið verður yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum.
Fundurinn verður haldinn kl. 17:00 í Hotel Reykjavik Centrum að Aðalstræti 16, 101 Reykjavík.
Dagskrá:
* Starf stjórnar frá síðasta þingi
* Staða fjármála NS
* Umræður
* Siða- og starfsreglur
Einnota drykkjarmálum fylgir bæði mengun og sóun en kaffi í einnota drykkjarmálum er selt í gríðarlegu magni úti um allan heim á ári hverju. Í ástralska neytendablaðinu Choice kemur fram að þrír milljarðar einnota kaffimála séu seldir í Ástralíu á hverju ári.
Neytendur verða sífellt meðvitaðri um að velja vörur sem eru umhverfisvænar og lausar við skaðleg efni. Umhverfismerki koma þar að góðum notum og í dag þekkja flestir neytendur Svaninn sem er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.