mánudagur, 8. maí 2017 - 12:00

Í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins er áhugavert viðtal við Jóhannes Gunnarsson sem lét af störfum sem formaður Neytendasamtakanna síðastliðið haust. Hann hafði þá starfað að neytendamálum um áratugaskeið, lengst af sem formaður Neytendasamtakanna.

Föstudagur, 5. maí 2017 - 10:15

Neytendablaðið hafði samband við þá stjórnmálaflokka sem eiga sæti á þingi til að forvitnast um afstöðu þeirra til neytendamálanna. Flokkarnir voru spurðir að því hver væru brýnustu neytendamálin þessa stundina og hvernig þeir teldu best að efla þennan mikilvæga málaflokk.

mánudagur, 24. apríl 2017 - 9:30

Neytendasamtökin hafa alla tíð haft horn í síðu vistvænnar vottunar sem sett var á fót með reglugerð árið 1998. Töldu samtökin að merkið væri villandi enda fremur óljóst hver væri munurinn á því og hefðbundinni framleiðslu. Þá litu samtökin það ekki síður alvarlegum augum að hin nýja vistvæna vottun gæti grafið undan lífrænni vottun sem um gilda ríkar kröfur og alþjóðlegir staðlar.

Miðvikudagur, 19. apríl 2017 - 10:30

Eflaust vita fæstir hver er neytendamálaráðherra hverju sinni enda fer mjög lítið fyrir neytendamálunum innan stjórnsýslunnar. Við síðustu stjórnarskipti voru neytendamálin færð úr innanríkisráðuneytinu yfir í ráðuneyti ferðamála-, iðnaðar-, nýsköpunarmála og tók Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir við embætti ráðherra.

Miðvikudagur, 5. apríl 2017 - 14:30

Naskur viðskiptavinur á matsölustað rak augun í ofreiknað verð á kassastrimli, þ.e. misræmi á milli kostnaðarliða og samtölu. Nú er það eflaust sjaldnast þannig að fólk taki upp reiknivélina og leggi saman þær vörur sem strimillinn sýnir til að tryggja að heildarútkoman sé rétt – enda eiga þeir ekki að þurfa þess.

Pages