Þriðjudagur, 31. janúar 2017 - 9:45

Ársskýrsla Neytendaaðstoðar Neytendasamtakanna fyrir árið 2016 er komin út og er aðgengileg á heimasíðu samtakanna. Á árinu 2016 bárust samtökunum alls 8.320 erindi, sem er aukning frá árinu á undan. Flest erindi voru varðandi vátryggingar, viðskipti við fjármálafyrirtæki, þjónustu iðnaðarmanna, bifreiðar og farsíma en einnig voru erindi tengd ferðaþjónustu fjölmörg.

mánudagur, 30. janúar 2017 - 16:15

Fimmtudaginn 26. janúar sl. héldu Neytendasamtökin upp á 64 ára afmæli samtakanna. Þar var Jóhannes Gunnarsson útnefndur sem heiðursfélagi samtakanna. Það var samkvæmt ákvörðun stjórnar samtakanna á fyrsta fundi eftir að Jóhannes lét af embætti formanns á síðastliðnu hausti.

 

 

Föstudagur, 13. janúar 2017 - 12:45

Ársskýrsla Leigjendaaðstoðarinnar fyrir árið 2016 er komin út. Á árinu bárust Leigjendaaðstoðinni 2.159 erindi, sem var aukning um rúmlega 1% frá árinu á undan. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemina á árinu og upplýsingar um aðra þætti, eins og t.d. breytingar á húsaleigulögum sem tóku gildi á árinu.

Miðvikudagur, 4. janúar 2017 - 12:00

Neytendasamtökin opna á næstu dögum skrifstofu á Akureyri, í Alþýðuhúsinu við Skipagötu.

Þriðjudagur, 3. janúar 2017 - 10:45

Nýjasta tölublað Neytendablaðsins ætti nú að vera komið með pósti heim til flestra félagsmanna Neytendasamtakanna. Að venju er efni blaðsins afar fjölbreytt, en að þessu sinni má m.a. finna kynningu á helstu áherslum Neytendasamtakanna sem samþykktar voru á síðasta þingi samtakanna, gæðakönnun á sjónvörpum, umfjöllun um ný snertilaus greiðslukort og margt fleira.

Pages