Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir harðlega meðferð Alþingis á tollafrumvarpi landbúnaðarráðherra á upprunatengdum ostum og hvetur Alþingi til þess að gera nauðsynlegar breytingar strax og þing verður sett að nýju
Þing Neytendasamtakanna verður haldið 27. október næstkomandi.
Stjórn NS auglýsir hér með eftir framboðum til formanns og stjórnar. Framboð skulu berast eigi síðar en 15. ágúst og skal framboðum skilað á netfangið ns@ns.is. Allir félagsmenn sem eru skuldlausir við samtökin geta boðið sig fram.
Jarðarbúar kaupa sífellt meira af nýjum fötum og er talið að eftirspurnin eigi eftir að þrefaldast til ársins 2050. Það er ekki síst vegna stækkandi millistéttar í fjölmennustu löndum heims, Kína og Indlandi. Sífellt meiri ásókn í ræktunarland setur takmörk á það hversu mikið er hægt að framleiða af bómull og þá eru jafnvel teikn á lofti um að framleiðsla á ýmsum gerviefnum sé að ná þolmörkum.
Nýjasta tölublað Neytendablaðsins er á leið til félagsmanna. Blaðið er stútfullt af fróðlegu efni en í því má m.a. finna umfjöllun um plastmengun, viskósframleiðslu, góð ráð fyrir ferðalagið, viðgerðarbyltinguna, leigjendamarkaðinn, rafræna reikninga og varnarefni í illgresiseyði.
Undanfarnar vikur hefur verið mikil umræða um hækkanir á leiguverði hér á landi. Leigjendaaðstoðin, sem Neytendasamtökin sinna á grundvelli þjónustusamnings við velferðarráðuneytið, hefur ekki farið varhluta af hækkun leiguverðs undanfarin ár, enda hefur mikill fjöldi leigjenda leitað eftir aðstoð vegna slíkra mála.